Tjaldsegg

Ljósmyndari: Þórdís Björnsdóttir. Ljósmyndasamkeppnin, Sumarmyndir 2003. Egg, lengd: 5,5 sentimetrar - Breidd: 3,9 sentimetrar - Fjöldi: 3 - 4 egg. Sandfjörur og malarfjörur, grandar og fjörukambar eru helstu varpstaðir tjalda. Á varptímanum halda þeir sig einnig á melum, snöggum óræktarmóum, áreyrum og túnum. Stundum verpa tjaldar jafnvel á umferðareyjum eða í órækt rétt við umferðaræðar í þéttbýli. Á síðustu árum hafa þeir einnig orpið á byggingum í Reykjavík þar sem möl er á þökunum. Hreiðurlautin er nokkuð misdjúp, stundum talsvert djúpur bolli en oftast grunn skál. Yfirleitt raða fuglarnir smásteinum eða skeljabrotum í skálina en einnig smákvistum eða þangklóm. Egg í hreiðri eru venjulega þrjú en stundum fjögur eins og er algengast hjá vaðfuglum. Tjaldseggin eru brún eða gráleit með svörtum rákum og því vel til þess fallin að falla inn í umhverfi sitt. Þau eru mun kringlóttari og snubbóttari í mjórri endann en önnur vaðfuglsegg, sem jafnan eru perulaga. Eggin klekjast út á tuttugu og einum til tuttugu og sjö dögum og skiptast kvenfuglinn og karlfuglinn á að liggja á eggjunum. Texti af Wikipedia.

Efnisflokkar
Fuglar ,
Nr: 10974 Ljósmyndari: Þórdís Björnsdóttir Tímabil: 2000-2009 lmk00122