Kristján Sigurðsson
Kristján Jóhannes Sigurðsson (1865-1949). Hann var niðursetningur í Holti undir Eyjafjöllum. Hann gekk undir nafninu "Kunningi" meðal sveitunga, vegna þess að hann kallaði þá alla kunningja. Þegar sr. Jón M. Guðjónsson og fjölskylda fóru frá Holti vildu þau að hann flytti með þeim til Akraness, en það vildi hann ekki, og bjó á syðstu-Grund síðustu æviár sín. Sr. Jón M. Guðjónsson tók myndina.
Efnisflokkar