Davíðshús Akureyri
Davíðshús er að Bjarkarstíg 6. á Akureyri. Heimili Davíðs Stefánssonar (1895-1964) skálds frá Fagraskógi og var það var reist 1944þ Þar er varðveitt innbú skáldsins, bókasafn og munir úr eigu þess. Bókasafn Davíðs var eitt stærsta og verðmætasta einkabókasafn landsins á sínum tíma. Akureyrarbær fékk bókasafnið, listmuni og aðra innanstokksmuni afhenta frá erfingjum Davíðs þegar hann lést 1964.
Efnisflokkar
Nr: 54015
Tímabil: 1960-1969