Lúsifer

Svartdjöfull eða lúsífer (fræðiheiti: Melanocetus johnsonii, sem þýðir „svartur hvalur Johnsons“) er djúpsjávarfiskur. Hann fékk fræðiheiti sitt frá svörtum lit, beittum sem líkjast vígtönnum og það að hann lifir í yfir 2.000 metra dýpi undir sjó. Feitur kringlóttur líkaminn lítur út eins og körfubolti, veltandi um í hildjúpu myrkrinnu. Þróun þessarar lögunar kemur í veg fyrir að líkaminn falli inn og kremjist í gríðarlegum þrýstingi í þessu mikla dýpi. Þessir fiskar hafa aðlagast vel að myrkri heimkynna sinna. Þeir hafa öðlast hæfni við að lifa af í þessum beiska, kalda og almyrkva heimi. Náttúrúlegt loftnet á höfði fisksins virkar sem beita. Hann notar oxunarferli sem kallast lúsiferín, bakteríur sem framkalla ljós en íslenskt heiti tegundarinnar merkir ljósberi. Þetta veldur að toppurinn á tálbeitunni fer að ljóma sem þannig laðar bráð að honum. Þegar minni djúpsjávarverur koma nálægt honum, opnast munnur hans sjálfkrafa. Bráðin hefur þá enga möguleika á að sleppa. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Fiskar ,
Nr: 18006 Ljósmyndari: Páll Guðmundsson Tímabil: 1980-1989 pag00184