Smyrlar

Myndin er tekin um borð í Haraldi Böðvarssyni Ak 12, sennilega árið 1990. Páll Guðmundsson, sem tók myndina, segir svo frá að „það þvældust nokkrir smyrlar um borð hjá okkur og við náðum þessum. “ Skipsmenn hlúðu að smyrlinum og tóku hann með sér í land. Honum var svo sleppt við skógræktina, en þá var hann vel á sig kominn og hafði náð sér að fullu eftri hrakningana. Á myndinni situr smyrilinn á hönd Róberts frá Svarfhóli og skoðar sig í spegli.

Efnisflokkar
Fuglar ,
Nr: 17429 Ljósmyndari: Páll Guðmundsson Tímabil: 1980-1989 pag00148