Vilhjálmur Stefánsson
Vilhjálmur Stefánsson (1879-1962) landkönnuður og mannfræðingur, hann fæddist í Gimli í Manitobafylki í Kanada og var við nám í N-Dakóta og Iowa og lauk námi í mannfræði frá Harvard-háskóla og kenndi þar einnig um tíma. Áhugi Vilhjálms á Norðurheimskautssvæðinu var mjög mikill og var hann fyrsti Evrópumaðurinn til að rannsaka menningu og líf Inúíta að nokkru ráði. Fyrir þær sakir var hann einn best þekkti landkönnuður síns tíma. Eftir hann liggja margar bækur og rit og eru skrif hans enn í dag uppspretta fróðleiks um líf á norðurslóðum.
Efnisflokkar
Nr: 28132
Tímabil: 1950-1959