Hjónin Sigrún Sigurðardóttir og Hallbjörn Eðvarð Oddsson

Hallbjörn fæddist 29. júní 1867 á Langeyjarnesi á Skarðsströnd og Sigrún fæddist 28. júní 1861 á Hofsstöðum í Gufudalssveit í Barðastrandasýslu. Hallbjörn og Sigrún kvænast þann 9. október 1887 og búa fyrst um sinn á Hofsstöðum. 1891 flytjast þau að Bakka í Tálknafirði og eru búsett þar allt þar til þau flytja á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1912. Þar vann Hallbjörn m.a. sem sjómaður og verkstjóri, auk þess sem hann kenndi börnum. Á Suðureyri búa þau til ársins 1928 en flytja þá á Akranes þar sem Hallbjörn stundaði aðallega kennslu. Ríkið heiðraði kennslustörf Hallbjarnar öll hin síðari ár, með því að senda honum svokölluð heiðurslaun. Sigrún lést úr heilablóðfalli þ. 9. febrúar 1934 og flutti Hallbjörn í kjölfarið til Odds sonar síns á Arnarstað (nú Vesturgata 59). Hallbjörn lést þ. 23. júní 1953, tæplega 86 ára að aldri. Hallbjörn og Sigrún eignuðust tólf börn og komust ellefu til fullorðins ára.

Efnisflokkar
Nr: 25551 Ljósmyndari: Jón Kaldal Tímabil: 1930-1949