Gleym mér ei - Myosotis arvensis

Gleym-mér-ei, kærminni eða kattarauga (fræðiheiti: Myosotis arvensis) er jurtkennd, einær jurt af munablómaætt sem ber lítil, heiðblá blóm.Blómin eru 4 til 5 mm í þvermál, heiðblá með gul- eða hvítleitar skellur við blómginið. Bikarinn er fimmdeildur með hvít krókhár. Í hverju blómi eru 5 fræflar sem eru lokaðir inni í krónupípunni. Blöðin eru stakstæð og lensulaga, um 5 til 7 mm á breidd. Stöngull, blöð og blóm eru alsett hvítum hárum. Plantan getur náð 10 til 30 sentímetra hæð og vex í högum og móum, sérstaklega í nálægð við þéttbýl eða byggð ból.Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 37989 Ljósmyndari: Kolbrún Ingvarsdóttir Tímabil: 2000-2009