Óhapp
Óhapp hjá slökkviliðsmönnum Akraness þegar verið var að ráða niðurlögum bruna í húsnæði vinnuskólans. "Áhaldageymsla vinnuskólans á Akranesi er talin ónýt eftir að eldur kviknaði þar. Sláttuvélar og orf voru geymd í húsinu og eitthvað af bensíni samkvæmt lögreglunni á Akranesi. Mikill eldur logaði því í húsinu og brotnuðu rúður í nálægu húsi vegna hitans. Eldurinn kom upp um klukkan 16 en slökkviliði hafði tekist að slökkva hann stundarfjórðungi fyrir fimm. Ekkert er enn vitað um eldsupptök." (Mbl.is, 6. júlí 2006).
Efnisflokkar
Nr: 26098
Tímabil: 2000-2009