Tveir hermenn aka um götur Akraness á léttum skriðdreka, svokölluðum "Bren Gun Carrier". Þetta voru létt og lipur farartæki ætluð til dráttar og flutninga. Þessir litlu skriðdrekar höfðu enga burði til að bera fallbyssu eins og þeir sem stærri voru. Upphaflega var "Bren byssuberum" ætlað að bera vélbyssu af Bren gerð og þaðan er nafnið til komið. Þessir litlu skriðdrekar voru vinsæl og algeng tæki í breska hernum, notuð víða um heim og engin furða þar sem rúmlega 100.000 stykki voru framleidd. Nokkur fjöldi þeirra hefur borist hingað til lands með hernámsliðinu því þeir sjást iðulega á ljósmyndu. Hafa þeir eflaust þótt henta vel á vegleysum Íslands, þar með talið á forugum götum Akraness. Myndin er tekin við gömlu símstöðina (Röst) sem stóð þar sem nú er horn Krókatúns og Vesturgötu. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)