Katalína

Aðfaranótt 22. september 1941 lenti Katalína flugbátur frá 209. flugsveit breska flughersins (raðnr. AH565), við Akranes sökum veðurs. Þessi flugsveit hafði þá bækistöð í Skerjafirði við Reykjavík. Flugbáturinn lagðist við festar á Krossvík. Hvassviðri olli því að ankerislínan slitnaði. Flugvélina rak rak upp í fjöru í Leirgróf á Akranesi eftir að tilraunir áhafnarinnar og báts sem kom til hjálpar til að forða því reyndust árangurslausar. Flugvélin skemmdist það mikið að hún flaug ekki aftur og var afskrifuð.Tvær 450 punda djúpsprengjur sjást greinilega, undirhvorum væng. Katalínu flugbátarnir voru sífellt á höttunum eftir þýskum kafbátum og þessar sprengjur voru ætlaðar þeim (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 22752 Ljósmyndari: Auður Sæmundsdóttir Tímabil: 1930-1949 aus00010