Breskir hermenn ganga eftir Vesturgötu

Breskur herflokkur þrammar eftir Vesturgötu á Akranesi en forvitnir krakkar horfa á. Hér gætuverið á ferð liðsmenn úr fimmta herfylki Vestur Jórvíkurskírishersveitarinnar (1/5 Batallion, West Yorkshire Regiment) en þetta herfylki fékk það verkefni að hersetja Akranes fyrir hönd breska heimsveldisins. Myndin er tekin á móts við þar sem Rakarstofa Hinriks er í dag. Á bak við hermennina er hús gamla barnaskólans á Akranesi en hann brann og eyðilagðist árið 1948. Skólahúsið var tekið yfir af hernámsliðinu og notað sem ein af bækistöðvum þess á Akranesi. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 22744 Ljósmyndari: Auður Sæmundsdóttir Tímabil: 1930-1949 aus00002