Akraneshöfn
Myndin er tekin á Snorrahátíðinni 1947. Myndin kemur líklega frá Ólafi J. Bachmann. Svarta skipið sem er fjær, er Esja, annað skipið með þessu nafni. Sögufrægt skip, smíðað fyrir ríkissjóð í Danmörku árið 1939. Var í strandsiglingum og millilandaferðum þar til það var selt til Bahamaeyja árið 1969. Fór haustið 1940 í mikla hættuför yfir hafið til Petsamo í Norður Finnlandi til að sækja þar 258 íslendinga sem höfðu orðið innlyksa vegna styrjaldarinnar og vildu komast heim. Hvíta skipið er hins vegar strandferðaskipið Laxfoss, sem nokkrar myndir eru til af í ljósmyndsafninu og er þar að finna nánari upplýsingar um það skip. Myndin sennilega tekin í Akraneshöfn.
Efnisflokkar