Esja
Myndin er tekin á Snorrahátíðinni 1947. Myndin kemur líklega frá Ólafi J. Bachmann. Þetta er Esja, annað skipið með þessu nafni. Sögufrægt skip, smíðað fyrir ríkissjóð í Danmörku árið 1939. Var í strandsiglingum og millilandaferðum þar til það var selt til Bahamaeyja árið 1969. Fór haustið 1940 í mikla hættuför yfir hafið til Petsamo í Norður Finnlandi til að sækja þar 258 íslendinga sem höfðu orðið innlyksa vegna styrjaldarinnar og vildu komast heim. Myndin sennilega tekin í Akraneshöfn.
Efnisflokkar