Hákon ÞH 250

Hákon ÞH öslar með fullfermi suður á bóginn á loðnuveiðum í Faxaflóa í febrúar 2001. Á leiðinni mætir hann netabát á leið á þorskamiðin. Líklegast er það Stafnes KE sem nú hefur verið selt í brotajárn. Hákon er enn til þegar þetta er skrifað í apríl 2006, og heitir nú Áskell ÞH.

Efnisflokkar
Nr: 24324 Ljósmyndari: Magnús Þór Hafsteinsson Tímabil: 2000-2009 mth00090