Í Axelsbúð - Afgreiðslan

Verslun Axels Sveinbjarnarsonar Afgreiðslan innanbúðar. Afgreiðsluborðið með öllum skúffunum var í BOCO. Glerborðið þar sem nammið var og hægt að kíkja ofan í það til að velja sér eitthvað gott, var smíðað af Ástráði Proppé, mublusmið og lét Axel Sveinbjörnsson smíða það. Ástráður og Ólafur Vilhjálmsson keyptu gamla skúrinn af Axel og ráku þar mubluverkstæði. Meðal þess sem þeir smíðuðu voru forláta borðstofuhúsgögn fyrir Axel Sveinbjörnsson. Tröppuna smíðaði Jón Mýrdal, sá hinn sami og smíðaði bekkinn. Hann smíðaði nokkrar svona tröppur og ein þeirra er á Byggðasafninu. Starfsmenn notuðu þessar tröppur til að tylla sér en það var aldrei lengi.

Efnisflokkar
Nr: 25521 Ljósmyndari: Ragnheiður Jósúadóttir Tímabil: 2000-2009