Í Axelsbúð - kókkælir
Verslun Axels Sveinbjarnarsonar Kókkælirinn hefur aldrei bilað og er nú á Byggðasafninu. Kælirinn var alltaf tekinn úr sambandi hálftíma fyrir lokun og settur í samband á morgnana og fimmtán mínútum seinna var kókið kalt og karlarnir mættir. Dætur Axels, Gunnur og Lovísa rekur þó ekki minni til þess að kassinn hafi verið tekinn úr sambandi. Kókið var farið að selja strax og framleiðsla hófst, amerískum hermönnum til mikillar gleði. Herbraggar voru ekki langt frá versluninni á tímum stríðsins, hjá gamla Heimaskagahúsinu. Það tók hins vegar heimamenn smá tíma að venjast drykknum.
Efnisflokkar
Nr: 25513
Tímabil: 2000-2009