Axelsbúð

Verslun Axels Sveinbjarnarsonar Afgreiðsla verslunarinnar. Axel lét smíða bekkinn strax og hann hóf verslunarrekstur, vildi að fólk gæti fengið sér sæti. Jón Mýrdal Sigurðsson (skipasmiður hjá Þorgeir & Ellert hf.), smíðaði bekkinn og nokkrar tröppur sem voru notaðar til að stíga upp á þegar þurfti að gá í hillur. Menn sátu á bekknum, tóku í nefið, fengu sér kók og reyktu jafnvel eina sígarettu eða tvær. Aldrei hefur þurft að gera við bekkinn en oft hefur hann verið málaður. Fína ljósið með Coca Cola auglýsingunni lá ónotað og innpakkað fram í pakkhúsi, Óli Ármanns sá um að setja það upp. Hnútaspjaldið keypti Guðjón á Spáni. Á þessari mynd situr á bekknum í Axelsbúð, Ingi Þórir Gunnarsson (1949-) og drekkur kók. Ingi átti heima á Vesturgötunni, rétt fyrir innan Garðbæ og í Hábænum. Bróðir Inga er Gunnar, verkfræðingur sem vann lengi hjá Reykjavíkurborg.

Efnisflokkar
Nr: 25512 Ljósmyndari: Ragnheiður Jósúadóttir Tímabil: 2000-2009