Í Axelsbúð

Verslun Axels Sveinbjarnarsonar Þetta skilti var sett á húsið þar sem verslunin var sett á stofn í. Hét fyrst Axel Sveinbjörnsson skipaverzlun. Skiltið var búið til í Skiltagerðinni á Skólavörðustíg og sá sem málaði það hét Ágúst Hakonsen, merkti verk sín HÄK og þeir upphafsstafir hafa varðveist í horninu neðst til vinstri á skiltinu. Skiltið var í mörg ár geymt upprúllað, en gert upp þegar verslunin var 50 ára. Skiltið er nú á Byggðasafni Akraness.

Nr: 25508 Ljósmyndari: Ragnheiður Jósúadóttir Tímabil: 2000-2009