Samkoma á 50 ára afmæli Víkings AK 100 árið 2010
21. október 2010 Kaffisamsæti var haldið í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá því að Víkingur AK 100 kom fyrst í heimahöfn. Meðal gesta voru sjö skipsmenn sem voru skráðir í fyrstu veiðiferðina á Víkingi AK 100 í október 1960. Aftari röð frá vinstri:: Steingrímur Þorvaldsson sem var háseti og netamaður á Víkingi frá 1961-1968, Hlini Eyjólfsson (1933-) netamaður, Gunnar Jónsson 1. stýrimaður og Ásmundur Ólafsson, skrifstofumaður 1960-1975. Fremri röð frá vinstri: Þórður Vilhjálmsson háseti, Ævar Björnsson háseti, Gestur Gunnarsson háseti, Axel Stefán Axelsson (1940-) háseti, Reynir Björnsson loftskeytamaður, Þorsteinn Þorvaldsson (1924-2018) 3. vélstjóri og Stefán Finnbogi Siggeirsson (1938-) 1. matsveinn.
Efnisflokkar
Nr: 39496
Tímabil: 2010-2019