Eldgjá

Gossprunga á Skaftártunguafrétti í Vestur-Skaftafellssýslu sem talið er að hafi myndast í stórgosi sem hófst árið 934 og stóð í nokkur ár. Eldvörp Eldgjárgossins raðast slitrótt á meira en 60 km langa línu langleiðina frá Vatnajökli og inn undir Mýrdalsjökul við Öldufell. Suðvestast er svo sjálf Katla og Kötlu-askjan, kjarni eldstöðvakerfisins. Þorvaldur Thoroddsen skoðaði Eldgjá fyrstur vísindamanna árið 1893 og gaf henni nafn. Á síðari árum hafa margir jarðvísindamenn komið að rannsóknum á Eldgjá. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 45093 Ljósmyndari: Bragi Þórðarson Tímabil: 1960-1969