Ísvarinni síld landað til söltunar

9. ágúst 1968 á Siglufirði. Ísvarinni síld úr Víkingi AK 100 landað við söltunarstöð Haraldar Böðvarssonar & Co á Siglufirði.- Kryddsaltað var í 873 tunnur fyrir Sigló-verksmiðjuna og var hún unnin í dósir eftir hæfilegan geymslutíma. Þetta mun vera síðasta söltun utan dyra á Siglufirði úr norsk-íslenska síldarstofninum á sjöunda áratugnum - áður en hann „hrundi". Síldin var nær átulaus, um 34 cm löng að meðaltali 20% feit. - Um borð í Víkingi var vél sem framleiddi ís úr sjó. Frá vinstri: Valdimar Indriðason (1925-1995), Haraldur Sturlaugsson, Gunnlaugur Egilsson, Haraldur Gunnlaugsson síldarmatsmaður, Guðmundur Gunnarsson, Anton Valur Pálsson (1951-), Kristján Sturlaugsson kennari og verkstjóri á Haraldarstöð, Einar Ásgrímsson og óþekktur

Efnisflokkar
Nr: 39490 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson Tímabil: 1960-1969