Olíutankur og mótorhjól

Olíutankur og mótorhjól við Skólabraut 20 á Akranesi (Lykkju).

Hjólið átti Gunnar Ingvi eða Ingvi frá Lykkju eins og hann var kallaður. Hann keypti hjólið nýtt af versluninni Fálkanum í Reykjavík síðla vetrar 1961 og hefur myndin verið tekin þá um vorið, sem var eina vorið sem hann var með hjólið á Akranesi. Á myndinni sést hjólið bak við Skólabraut 20, Lykkju. Númerið á hjólinu var E-11. 

Heimild: Gunnar Ingvi.

Efnisflokkar
Nr: 57517 Ljósmyndari: Gísli Teitur Kristinsson Tímabil: 1960-1969