Hvalfjarðargöng opnuð
					Hvalfjarðargöng opnuð 11. júlí 1998 Hvalfjarðargöngin eru jarðgöng á milli Suðvesturlands og Vesturlands. Í þeim liggur Vesturlandsvegur undir utanverðan Hvalfjörð. Göngin eru samtals 5770 metrar að lengd og þar af liggja 3750 metrar undir sjó. Göngin eru að mestu tvíbreið en þrjár akreinar í hallanum norðan megin. Dýpst fara göngin 165 metra undir yfirborð sjávar og eru grafin djúpt í berggrunninn undir sjávarbotninum.[1] Um 5.500 bílar ferðast um göngin á sólarhring en göngin voru upprunalega hönnuð fyrir aðeins fimm þúsund bíla á sólarhring Texti af Wikipedia
Efnisflokkar
			
		
		
			Nr: 59026
		
					
							
											Tímabil: 1990-1999