Á Breið

Myndin er tekin í vestur, í átt að Akranesviti frá 1918. Sést í fjöruna hægra megin við steyptan Breiðargarðinn og lengra t.h. og út úr þessari mynd eru Víkur. Vinstra megin við garðinn er Breiðarsvæðið sjálft þar sem m.a. saltfiskur var iðulega breiddur til þerris. Breiðarveggurinn var samtals um 500 metra langur, 5 til 6 metra hár þar sem hann var hæstur. Þvermálið neðst náði 2 metrum.

Efnisflokkar
Nr: 42363 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949