Á Mývatni

Torfkirkjan á Víðimýri var reist árið 1834 af Jóni Samsonarsyni smið og alþingismanni frá Keldudal. Torf kirkjunnar er endurnýjað reglulega en hlutar úr timburklæðningu og innviðir eru að mestu upprunalegir. Vegggrind kirkjunnar er úr bindingsverki og er að innanverðu klædd ómáluðu spjaldaþili. Í lofti er reisifjöl á langböndum. Líklega hefur kirkja fyrst verið reist á Víðimýri fljótlega eftir kristnitöku í landinu. Samkvæmt elsta máldaga frá um 1318 var kirkja á Víðimýri helguð Maríu guðsmóður og Pétri postula.Víðimýrarkirkja er ein af örfáum torfkirkjum sem varðveist hafa á landinu og er meðal gersema Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands Upplýsingar af heimsíður Þjóðminjasanfs

Efnisflokkar
Vötn ,
Nr: 41667 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949