Heimili Halldoru Olson ljósmóður

Halldóra Guðmundsdóttir Olson (1854-1921) á Elliðá í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu, hún var dóttir hjónanna Guðmundar Stefánssonar og Önnu Sigurðardóttur. Þegar Halldóra var átta ára gömul féll móðir hennar frá og ólst hún þá upp eftir það hjá þeim hjónum Guðmundi Sigurðssyni móðurbróður sínum og Þorbjörgu Stefánsdóttur föðursyslur sinni frá Borg í Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu. Halldóra hafði áhuga á hjúkrunar- og læknisfræði og var sjálfmenntuð á því sviði. Þegar Halldóra var 20 ára gömul giftist hún herra Siggeir Ólafssyni (1850-1915) frá Krossum í Staðarsveit, þann 28. september 1874. Eftir eins árs dvöl að Völlum í Staðarsveit á heimili brúðgumans, fluttu þau að Furubrekku í Miklaholtshreppi og bjuggu þar til 1886 þegar þau fóru til vesturheims, ásamt tveimur sonum sínum Þorgeiri Finnboga (1879-) og Ólafi (1883-1939). Fyrst settust þau að í Winnipeg, en árið 1889 flytja þau suður á Washington-eyju í Michiganvatni, þar sem Halldóra átti ættingja Árið 1890 fluttu þau til Duluthborgar í Minnesotafylki í Bandaríkjunum og bjuggu þar til æviloka. Halldóra fór að stunda ljósmóður og hjúkrunarstörf og tók hún á móti 3117 börnum. Þó Halldóra væri ómenntuð en læknafélag Minnesota veitti henni heimild til að starf sem slík í fylkinu. "Duluth News Tribune", dagsett 24. nóvember 1907, var sagt frá því sem Halldóra hafði áorkað í fylkinu. Synir hennar Ólafur Olson læknir í Duluth og Þorgeirs Finnbogi sem var aðalritstjóri blaðisins "Duluth Herald". Systkini hennar sem komust upp voru Þorgeir Lárus Guðmundsson (1853-1940), ak- týgjasmiður í Árborg, Manitoba og Ólína Theodora Erlendson Bifröst Manitoba og Sveinn Guðmundsson kaupmaður á Akranesi og hálfsystir Anna Ottenson í River Park í Winnipeg.
Hér má sjá grein um Halldóru í Lögberg
Íbúðarhúsnæði og aðstaða ljósmóðurinnar Halldóru Olson, líklega er myndin tekin í Bandaríkjunum eða Kanada. Á skiltinu sem hangir á veröndinni stendur "Mrs. Haldora Olson - Graduated- Midwife". Myndin kemur úr eigu Petreu G. Sveinsdóttur.

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 28675 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: Fyrir 1900