Skipverjar á m.b. Kjartani Ólafssyni frá Akranesi

Siglufjörður 1933 eða 1934 og sýnir 13 af 16 skipverjum sem voru á síldveiðum á mb Kjartani Ólafssyni frá Akranesi.
Þrír skipverjanna höfðu brugði sér í land áður en ljósmyndarinn bar að. Mb Kjartan Ólafsson fórst 14. desmeber 1935 í Faxaflóa með allri áhöfn.
Fjórir af mönnum sem nefndir eru hér fórust en það eru: Jón Ólafsson skipstjóri, Alexander Jónsson, Þorvaldur Einarsson og Georg Sigurðsson
Frá vinstri: Þórður Sigurðsson í Árnesi, Þorvaldur Einarsson í Brekkukoti, Sigþór Guðmundsson Grímstaðaholti í Reykjavík, Þorgeir Jónsson (1910-1973) frá Birnhöfða í Reykjavík, Georg Sigurðsson á Melstað, Helgi Einarsson (1912-1964) á Bakka, Alexander Jónsson (1918-1935), Sigurður Einvarðsson(1913-1974) á Marbakka,  Magnús frá Reykjavík, Hannes frá Reykjavík, Nikulás frá Reykjavík, Jón Ólafsson skipstjóri á Stað og Björn Konráðsson frá Reykjavík.
Á mydina vantar: Brynjólf Nikulásson stýrimaður á Háteigi, Þorfinnur Hansson vélstjóri í Þorsmörk og Magnús Jónsson matsveinn í Króki

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 27798 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949