Nes

Húsið Nes sem áður var Óðinsgata 30 en er í dag húsið nr. 30 við Kirkjubraut.
Í tröppunum eru þær Agatha Sigurðardóttir og Þuríður Daníelsdóttir (1905-1978).
Þetta hús byggðu mágarnir Þorleifur Sigurðsson, bróðir Agöthu og Helgi Ebenesersson maður hennar. Bakhúsið sem sést, áfast íbúðarhúsinu var fjárhús og hlaða.

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 24989 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949 oth03244