Við skriðdreka

Hér má sjá mynd sem tekinn er í sama skiptið
Þetta er sveit breskra hermanna svo myndin er líklega tekin 1940 eða 1941. Þeir hafa raðað sér á létta skriðdreka sem þeir komu með hingað. Skriðdrekarnir eru svokallaðir "Bren Gun Carriers". Létt farartæki búin vélbyssum eingöngu en ekki fallbyssum eins og þyngri skriðdrekar. Ung stúlka situr á milli tveggja hermanna á skriðdrekanum til hægri á myndinni. Stúlkan hét Kristín Ríkey Búadóttir, kölluð Eyja á Ferstiklu.
(Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 23901 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949 bar00260