Dynjandi

Dynjandi (eða Fjallfoss) er 100 m hár foss í Arnarfirði á Vestfjörðum Íslands. Fossinn kemur ofan af Dynjandisheiði og fyrir neðan hann er einnig eyðibýli sem heitir Dynjandi. Á bjargbrún er fossinn 30 metra breiður en 60 metra breiður neðst. Fleiri fossar eru í fossaröðinni. Fossinn var friðlýstur árið 1980. Meðal sumarrennsli Dynjandisár er 2 til 8 rúmmetrar en meðal vetrarrennsli er 1 til 4 rúmmetrar vatns á sekúndu. Upptök sín á áin í smávötnum á Dynjandisheiði. Texti af Wikipedia.org

Efnisflokkar
Nr: 17550 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1960-1969 hed00994