Klettafrú

Klettafrú - Saxifraga cotyledoner af steinbrjótsætt, og stærst af steinbrjótunum. Hún vex oftast utan í hamraveggjum, einkum þeim sem vita mót sól. Hún hefur mjög reglulega stofnhvirfingu af breiðum laufblöðum, og stóra, fjölblóma blómskipun. Hún vex aðeins á Austurfjörðum og Suðausturlandi, og er nokkuð víða á því svæði, allt frá Loðmundarfirði suður í Hemru í Skaftártungu. Klettafrú finnst einkum á láglendi, hefur ekki verið skráð hærra en 300 m yfir sjávarmáli. Klettafrú er marggreinótt jurt með afar mörgum blómum; blómmargir klasar oftast úr hverri blaðöxl. Blómin eru 1,2-1,8 sm í þvermál. Krónublöðin eru spaðalaga, randhærð neðan til, hvít og stundum með rauðum æðum. Bikarblöðin eru 4-5 mm á lengd, með stuttum, rauðum kirtilhárum. Fræflar eru 10, frævan klofin í oddinn með tveim útstæðum stílum. Blöðin eru stofnstæð, mynda þétta og reglulega hvirfingu, öfugegglaga eða tungulaga, þykk, um 10-15 mm breið, sígræn, smátennt með kalkörðum í tönnunum. Texti af Flóra Íslands

Efnisflokkar
Nr: 50198 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1960-1969