Kría

Kría (fræðiheiti: Sterna paradisaea) er fugl af ætt þerna. Hún er farfugl á Íslandi og verpir hér og annars staðar á norðurslóðum. Krían er hvít á kviði og stéli og undir væng, grá á baki og ofan á vængjum og hefur svartan koll og svarta vængbrodda. Hún hefur rauða fætur og rautt nef á sumrin en svart á veturna og eimir stundum eftir af svörtum nefbroddi snemma sumars. Kría er um 38 sentimetrar á lengd. Krían verpir 1-3 eggjum og er 16 daga að unga þeim út. Ungarnir eru fleygir á 3-4 vikum. Krían lifir aðalega á sílum og öðrum smá fiski. Krían er friðuð á Íslandi, samkvæmt lögum og gagnvart þessari tegund væri alveg óhæft að reyna koma í veg fyrir varp kríunnar með einhverjum hætti. Samkvæmt 6. grein laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum frá árinu 1994 eru villt dýr, þar með talin þau sem koma reglulega eða kunna að berast til landsins, friðuð nema annað sé tekið fram í lögum. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Fuglar ,
Nr: 22632 Ljósmyndari: Eiríkur Kristófersson Tímabil: 2000-2009 eik00331