Á leið í landgönguleyfi
Svona litu þeir út. Bandarískir sjóliðar á leið til lands í Hvalfirði. Þeir hafa fengið landgönguleyfi til að heimsækja bækistöðina í Hvammsvík. Þar var hægt að kíkja í bjórkollu en fátt fleira til afþreyingar fyrir utan þann munað að finna fast land undir fótum. Myndin er tekin í janúar 1942. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008).
Efnisflokkar
Nr: 29809
Tímabil: 1930-1949