Klausturhólar í Flatey á Breiðafirði

Húsið var reist árið 1899 af séra Sigurði Jenssyni og konu hans Guðrúnu Sigurðardóttir en húsið kom tilhöggvið frá Noregi. Í túninu norðaustan við Klausturhóla er að finna Klaustursteininn sem í er klappaður kringlóttur bolli þar sem munkarnir geymdu vígt vatn og signdu sig með. Endurbygging Klausturhóla hófst um 1990 eftir að húsið hafði staðið autt frá miðjum sjötta tug síðustu aldar. Myndin er tekin 1945.

Efnisflokkar
Nr: 51260 Ljósmyndari: Sigurður Jónsson Tímabil: 1930-1949 sij00382