Innra-Hólmskirkja
Sjá einnig mynd nr. 26272. Myndin er af Innra-Hólmskirkju eins og Jón Mýrdal smiður (og skáld, höf. Mannamunar o.fl. sagna) gekk frá henni árið 1891. Þá var þessi kirkja reist að nýju og var Jón yfirsmiður við bygginguna. Hafði þá verið kirkjulaust á Innra-Hólmi frá 1814. Á árunum milli 1950 til 1960 var kirkjan endurbætt að utan og nokkur breyting gerð á henni. T.d. voru settir í hana nýir gluggar, bogardregnir og forkirkja byggð út úr framstafni. Endurbætur voru gerðar á kirkjunni að innan árið 1963. Jón Mýrdal átti heima í Innri-Akraneshreppi síðustu æviár sín og er jarðsettur að Innra-Hólmi.
Efnisflokkar
Nr: 26271
Tímabil: 1930-1949