Neðri-Lambhús - Byggingavöruverslun HB o.fl.

Húsið næst ljósmyndara var neðarlega og sunnanvert við Vesturgötu (nú hugsanlega þar sem myndi vera reist Vesturgata 14 til 20!), nokkru neðan við húsið Sigurhæð sem stóð "við neðanvert horn" Bárugötu þar sem hún rennur inn á Vesturgötu. - Fjær sést í hugsanlegan hjall á þessum slóðum og handan hans hús sem var um hríð byggingavöruverslun HB með aðalinngangi frá Bárugötu. - Horft er í átt til Esjunnar. ------------------------- Fyrri skráning var: Hús við Bárugötu. Mynd tekin á Akranesi á árunum 1945-1950. Húsin á myndinni standa við Bárugötu og sést hér bakhlið þeirra. Þriðja húsið er byggingarvöruverslun HB&Co.

Efnisflokkar
Nr: 13293 Ljósmyndari: Rafn Sigurðsson Tímabil: 1930-1949 raf00094