Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir kennd við Austurvelli, kona Bjarna Bjarnasonar frá Austurvöllum á Akranesi, málarameistara og organista Akraneskirkju til margra ára. Myndin er greinilega tekin við útbygginguna á Austurvöllum (Akurgerði 15) þarna sést t.d. í kjallaradyrnar til hægri á myndinni. Þegar þetta er ritað 2. júní 2006 eru Austurvellir sem byggðir voru á fyrstu árum 20 aldarinnar af Bjarna Gíslasyni tengdaföður Guðrúnar, enn til og er núverandi eigandi Steinunn Jónsdóttir.
Efnisflokkar