Kristilega mótið
Kristilegt mót 1944 Tjaldbúð á Kirkjuvallatúninu, en þar var haldið kristlegt mót. Myndin er tekin 25. júní 1944. Mótið var haldið á Kirkjuvallatúninu, þar sem Sjúkrahús Akraness stendur nú. Eins og á fyrri mynd af sama móti eru horfin hús í bakgrunni. Talið frá vinstri eru það: Smiðjuvellir, Heiðarbraut 39, Tjörn, hlaða frá Kirkjubæ, Kirkjubær og lengra í burtu: Blómsturvellir og lengst í burtu má sjá einnar hæðar hús með valmaþaki en það átti Daníel Vigfússon.
Efnisflokkar
Nr: 32265
Tímabil: 1930-1949