Skrúðganga KA og Kára

Þarna ganga knattspyrnumenn úr KA og Kára fylktu liði eftir Vesturgötunni. Líklega er Halldór V. Sigurðsson (Dóri á Lundi) vinstra megin og heldur á KA fána en Ólafur Vilhjálmsson (Búddi í Efstabæ) heldur á Kára fánanum. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær myndin er tekin en sjá má að KA er komið í þriðja búning sinn, græn peysa og hvítar buxur en Káramenn eru í sama búning og ÍA lék í til 1951, bláar buxur og hvít skyrta. Myndin er því trúlega tekin á árunum 1946-1948. Sennilega Sandar í baksýn.

Nr: 32058 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1950-1959