Flugvél í Krókalóni 1932

Heinkel HE 8 flugvél danska vísindamannsins dr. Lauge Koch og félaga á Krókalóni í ágúst 1932. Flugvélin var notuð í þriggja ára rannsóknarleiðangri til Grænlands 1931-1934. Þessi leiðangur var þá sá stærsti og tæknivæddasti sem Danir höfðu staðið fyrir. Hingað komu dr. Koch og félagar eftir flug frá frá Scoresbysundi, sem gekk vel þar til komið var að Íslandsströndum. Magnús þór Hafsteinsson segir frá þessari flugferð í kafla sem ber nafnið "Við Akranes æpti hann stopp!" í Árbók Akurnesinga árið 2006.

Efnisflokkar
Nr: 56634 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949