Víkingur AK 100 landar síld á Siglufirði

9. ágúst 1968 landar Víkingur AK 100 síld á söltunarstöð Haraldar Böðvarsson & Co á Siglufirði. Hér er Víkingur að koma af Svalbarðasvæðinu og það var um þessar mundir að farið var að breyta honum úr síðutogara í nótaskip. - Skipstjóri var Viðar Karlsson. Þetta var eini síldarfarmurinn sem saltaður var úti við á Siglufirði árið 1968 og var síldin nær átulaus, um 34 cm löng að meðaltali 20% feit. - Um borð í Víkingi var vél sem framleiddi ís úr sjó. Síldin var kryddsöltuð við skipshlið og unnið var af kappi „þrátt fyrir kalsaveður" eins og sagði í dagblaði. - Alls voru kryddsaltaðar 873 tunnur. Síldin hafði verið ísvarin á leið í land af fjarlægum miðum og þótt úrvalsvara og var hún að mestu ætluð Siglósíld til niðurlagningar. Þetta mun vera síðasta söltun úr norsk-íslenska síldarstofninum á Siglufirði á sjöunda áratugnum - áður en hann „hrundi"

Efnisflokkar
Nr: 39491 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson Tímabil: 1960-1969