Þorleifur ÓF 60
Sjöstjarnan KE 8 var smíðuð í Danmörku árið 1964, en hét hann nýr Otur SH 70 og var frá Stykkishólmi. Árið 1970 var báturinn seldur til Keflavíkur og fékk hann þá nafnið Sjöstjarnan KE 8. Báturinn fórst 11. febrúar árið 1973 um 100 sjómíður ASA frá Dyrhólaey á leið sinni frá Færeyjum til Íslands en hann hafði verið þar í slipp. Með Sjöstjörnunni fórust allir sem voru um borð eða tíu manns. Í kjölfar þessa sjóslyss hófst ein umfangsmesta leit sem um getur og stóð hún yfir næstu viku á eftir en þarna var fárviðri og erfitt fyrir leitarskipinn að athafna sig á stóru leitarsvæði.
Efnisflokkar
Nr: 36954
Tímabil: 1960-1969