Valur MB 1

Árið 1913 fór Haraldur Böðvarsson til Danmerkur og tryggði sér efni í þrjá mótorbáta, sem hann hugðist láta byggja. Sama ár lét hann smíða Val MB 1 fyrir sig, föður sinn og Einar Ingjaldsson á Bakka og Víking MB 2 fyrir sig og Guðjón Þórðarson á Ökrum. Árið 1914 lét hann svo byggja Egil Skallagrímsson MB 85 fyrir sig og fleiri. Otti Guðmundsson skipasmiður í Reykjavík var fengin til að smíða Val og Víking á Grenjum á Akranesi og eru það fyrstu bátarnir sem þar eru smíðaðir. Valur var 10 brl. eikarbátur með 28 ha. Tuxham vél. Árið 1924 var báturinn endurbyggður og sett í hann 40 ha. Tuxham vél. Árið 1930 seldu þeir hann til Súðavíkur og hét hann þá Valur ÍS 420, en hann var tekin af skrá 20. apríl 1963. meðal skipstjóra á Vali MB 1 voru Einar Ingjaldsson, Júlíus Einarsson og Jón Guðmundsson.

Efnisflokkar
Nr: 34397 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929