Fylkir AK 6

Fylkir AK 6. Eigandi Þórður Ásmundsson. Þessi bátur var smíðaður í Svíþjóð árið 1928. Frá haustinu 1930 í eigu Vestmannaeyjinga. Þórður Ásmundsson á Akranesi kaupir hann 1. maí 1936 og hét hann þá Fylkir MB 6. Árið 1947 var skipt yfir í AK. Í júlí 1942 var skráður eigandi hlutafélagið Ásmundur á Akranesi. Í árslok 1959 var hann seldur til Hafnarfjarðar og kallaður Anna GK. Talinn ónýtur haustið 1965 og brenndur í Hafnarfirði litlu seinna. Þekkt aflaskip á síldveiðum á árunum 1930 - 1939 þegar Njáll Þórðarson var skipstjóri

Nr: 32293 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949