Sigrún AK 71
Daginn fyrir þrettándan eða laugardaginn 5. janúar 1952 gerði aftaka veður af suð-vestri. Róðrar voru byrjaðir og þennan dag voru fjórir mótorbátar á sjó frá Akranesi. Tveir þeirra náðu heimahöfn síðla þann dag en hinir komu ekki fram. Annar þeirra var Valur AK 60 smálestir sem fórst með allri áhöfn. Líkur bentu til að hinn báturinn Sigrún AK 71 hefði einnig farist. Betur fór því eitt varðskipanna var á siglingu á djúpslóð og fann bátinn. Myndin sýnir Sigrúnu AK 71 leggjast að bryggju á Akranesi 7. janúar
Efnisflokkar
Nr: 27961
Tímabil: 1950-1959