Sjöfn MB 66

Sjöfn var smíðuð í Friðriksund í Danmörku 1917 og hóf sinn feril á Ísafirði. Í ágúst árið 1930 var báturinn keyptur af Magnúsi Guðmundssyni, Ólafi Gunnlaugssyni og Axel Sveinbjörnssyni á Akranesi og fékk bókstafina MB 66. Árið 1946 var umdæmisstöfunum breytti í AK 66. Sjöfn var seld til Flateyrar árið 1950, hélt nafninu en fékk bókstafina ÍS. Í ársbyrjun 1955 var báturinn seldur til Eyrarbakka og síðan til Hafnarhrepps árið 1957. Þá hét hann Sjöfn RE 333. Árið 1960 var Sjöfn talin ónýt og brennd í Vestmannaeyjum og þar með tekin af skrá.

Efnisflokkar
Nr: 20894 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949 oth02616