B/v Sindri RE-45

Skipið á myndinni er B/v Sindri RE-45. Togarinn var seinna keyptur til Akraness. Sindra-nafnið var haft áfram á skipinu eftir að það kom til Akraness. Sindri var smíðaður í Englandi árið 1915. Hingað til lands var hann keyptur árið 1925 og skráður í Hafnarfirði. Í árslok 1933 var hann seldur til Reykjavíkur. Landsbankinn eignaðist skipið í mars 1937, en 1. apríl 1938 var það selt Víði h/f á Akranesi, hét enn Sindri, hélt nafninu og fékk einkennisstafina MB 45. Árið 1945 var skipt yfir í AK og áfram sama númer. Árið 1949 rak Sindra á land í Hvalfirði þar sem hann eyðilagðist. Í bókinni sem hér er heimild er ljósmynd af skipinu þar sem það ber nafnið Víðir GK 450. Leiðrétting: Það er ekki rétt að skipið hafi verið smíðað á Englandi heldur var það smíðað í Wesermunde í Þýskalandi árið 1915 hjá AG Unterweser sem smíði no.113.

Efnisflokkar
Nr: 20887 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949 oth02609