Ásmundur AK 8

Ásmundur AK 8 var einn af vertíðarbátunum sem nýríkir Íslendingar létu smíða fyrir sig í Svíþjóð eftir seinna stríð. Ásmundur hf. á Akranesi fékk hann afhentan í ársbyrjun 1947. Hann virðist hafa verið í eigu Skagamanna allar götur til 1972 en var þá seldur til Keflavíkur. Þar var hann þó ekki lengi því í febrúar 1972 strandaði hann og eyðilagðist við Selvog. Fjögurra manna áhöfn bjargaðist.

Efnisflokkar
Nr: 20884 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949 oth02606