Frár AK1, smíðaður úr furu fyrir Einar Kristjánsson, af Knörr hf., sjósettur á "stóru" bryggju. Seldur 7. febrúar Gísla Guðmundssyni, Viðari Magnússyni og Elmari Þórðarsyni á Akranesi. Seldur Vilhjálmi Guðjónssyni Akranesi 23. mars 1984. Skiptir enn um eigendur 16. janúar 1990 en þá kaupa Einar Jónsson og Stefán Jónsson hann og skíra Guðveigu AK 1. Árið eftir er báturinn seldur suður í Hafnir og skírður Halldór GK. Þegar hér er komið við sögu er báturinn orðinn gerbreyttur frá því sem sést á myndinni hér. Hann er orðinn frambyggður og sennilega með stýrishús úr trefjaplasti. Í ágúst 1992 fer hann til Hellisands og er kallaður Lára SH. 1. apríl 1993 fer hann til Borgarness og heitir Lára MB. Báturinn sökk við Þormóðssker í lok ágúst 1994. Einn maður var um borð og bjargaðist hann.